11. July 2044 - 19:00 till 20:00
Share it on:

Baksundskeppni milli feita Kolbeins og Hrafns | Aquatics Centre | Monday, 11. July 2044

Ég, Hrafn Traustason, hef skorað á Kolbein Hrafnkelsson í 100 metra baksundi. Keppnin mun fara fram þegar við erum báðir komnir á fimmtugsaldurinn í Aquatics Center í London. En þar munu Ólympíuleikarnir fara fram á næsta ári.

Ég mun leggja mig allan fram við undirbúning að þessum stórkostlega atburðii og æfa stíft. Ég tel mig vera sigurstranglegri gegn litla Kolbeini vegna þess að hann verður orðinn akfeitur. En ég mun hinsvegar vera mjög fit og flottur.

Ég áætla að eftir 33 ár muni ég hafa náð betri tökum á baksundinu og geri ég ráð fyrir að aðalmunurinn á okkur muni liggja í sporðinum. Litli Kolbeinn verður að öllum líkindum með svaka bumbu sem mun standa út úr kviðnum á honum og verður hann því ekki nægilega straumlínulaga. En eins og ég hef heitið mér hér að ofan þá mun ég vera í svakalega góðu líkamlegu ástandi og mun mótstaðan því ekki vera jafnt mikil.

Ég vonast auðvitað til að það komi sem flestir og hvetji mig til dáða. Ég vil hins vegar nýta tækifærið og taka fram að ég vil alls ekki að fólk komi til með að syngja níðsöngva um keppinaut minn. Ég hef alltaf verið við drengskap kveðinn og óska ég þess að stuðningsmenn einbeiti sér frekar að hvatningu.

Hrafn Traustason